Það hefur ekki farið framhjá neinum að litagleðin hefur verið skemmtilega áberandi í vor og sumartískunni í fatnaði, förðun og nöglum.
Estée Lauder er alveg með á nótunum þegar kemur að förðunarvörum en tískuhúsið sendi frá sér frábæra förðunarlínu í vor.
Í henni eru meðal annars mjög fallegir augnskuggar og hef ég undir höndum fimm fagra liti saman í boxi frá Estée Lauder sem nefnist Wild Violet, augnskuggaboxið býður upp á óteljandi möguleika í litasamsetningum en askjan sjálf er vegleg, gyllt og notalega þung.
Litapallettan heitir Wild Violet og er úr Limited Edition línunni. Þessi litapalletta er með hlýjum tónum, náttúrulegum litum og djúpfjólublái liturinn í miðri pallettunni gerir það að verkum að þú getur einnig gert smóký augnförðun, mjög fallega sem dregur fram bláa litinn í augunum.
Ef fjólublátt er ekki fyrir þá er einnig til undurfagur litur sem heitir Blue Dahlia en annars er hægt að velja úr nokkrum fallegum augnskugga litasamsetningum í þessari línu.
Virkilega fallegir og fágaðir augnskuggar frá virtum framleiðanda sem er með puttann á púlsinum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.