Esprit gaf nýverið út ilmi, einn fyrir stelpur og annan fyrir stráka. Þessir ilmir kallast Jeans Style og eru undir áhrifum frá hippatímabilinu og gallaefnis-æðinu sem ríkti á sjöunda áratugnum…
..Gallaefnið er einskonar tákn um hversdagslegan og frjálslegan stíl og þessir Jeans Style ilmir eru einmitt í því stuði enda eru flöskurna skreyttar í gallaefni , mjög sætt! Flaskan er sem sagt ekkert ‘glamúröss’og er því sniðug í íþróttatöskuna. Þó að ilmirnir séu í ódýrari kantinum þá eru þeir mjög góðir og henta vel hversdagslega.
Stelpu ilmurinn er ávaxtalegur og byggir á granateplum, vanillu og orkedíu svo eitthvað sé nefnt. Mjög léttur og ferskur ilmur.
Það sama á við um stráka ilminn, hann er léttur og góður. Hann byggir meðal annars á eplum, ananas, kanil og lakkrís. Mmmm, girnó!
Þessi Jeans Style lína er frábært dæmi um að ódýru ilmvötnin geta verið virkilega góð!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=XfVLHC-GqTw[/youtube]Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.