Í mörg ár hef ég keypt mér hinn árlega sumarilm frá Escada og finnst þeir vera langbestu ilmvötnin á markaðnum og nú í fyrsta skipti er ég búin að finna dásamlegan ilm frá Escada sem er ekki sumarilmur.
Ilmurinn:
Glæsilegur og kvenlegur ilmur sem byggður er í kringum mildan rósatón. Í hjarta ilmsins liggur einstæður ilmur búlgarskrar rósar sem skapar dýpt og um leið sérkenni ilmvatnsins. Fínlegir tónar ylang ylang mýkja ilminn og freyðandi topptónn peru sem blandast sætum framandi tónum ambrette seed sameinast í freyðandi ferskan ilmsveip.
Umbúðirnar:
Mjög fágaðar, ferkantað glas úr þykku gleri geymir ljósbleikt ilmvatnið og lokast með stórum gylltum tappa með hinu sígilda tvöfalda E sem stendur fyrir Especially Escada. Eins og ilmurinn þá nær það fögru jafnvægi milli nýtísku og hins sígilda sem er einkennandi fyrir vörur Escada.
Andlit Especially Escada er toppfyrirsætan Bar Rafaeli, fáguð, glæsileg og um leið frjálsleg og glaðleg fyrirsæta sem passar vel við markhópinn en ilmurinn á að höfða til hinnar glaðværu, djörfu og glæsilegu nútímakonu.
Niðurstaða:
Dásamlegur ilmur sem er með alveg passlegan rósailm til að gera hann ekki þungan, sígildur, ferskur og freyðandi, mér finnst hann sexý og glasið er bara OF flott!!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.