Sumarið er komið hjá mér þegar hinn árlegi sumarilmur Escada kemur í verslanir.
Ég er hinn mesti aðdáandi sumarilma Escada og á ilmi 7-8 ár aftur í tímann, hamstra þá eins og gull því það er erfitt að fá þá eftir að hverju tímabili lýkur.
Ég var ekki svikin af nýjustu viðbótinni “Cherry in the air”! Innblásinn af þeirri tilfinningu að hjóla í hlýju sumargolunni og anda að sér ilminum af kirsuberjum í blóma, setjast undir kirsuberjatré með lautarkörfu og njóta.. hljómar kanski voðalega mikið eins og væmin dömubindaauglýsing en þið vitið hvað ég meina, við elskum öll sumarið og hlýja sumardaga með blóm í haga.
Þetta er blómlegur og ferskur ilmur, greinilegur og fylltur kirsuberja- og hindberjailmur með smá sítruskeim mandarínublóma sem gerir hann ferskan.
Ég er strax orðin háð honum þessum og ætla að vera viss um að næla mér í annað glas fyrir lok sumars svo ég geti gripið til hans í vetur líka, hreinlega dásamlegur blómlegur ilmur sem fæst í flestum snyrtivöruverslunum, Hagkaup og lyfjaverslunum,
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.