Star Bronzer Minéral Mat er endingargott sólarpúður frá Lanôme, en það á að endast allt uppí 14 klst.
Aðalkosturinn við þetta sólarpúður er hvernig það er matt. Í púðrinu er mattandi fylliefni (míkrókúlur) sem draga til sín vökva af yfirborði húðar eins og svita, fitugljáa og fleira sem við viljum ekki að sjáist.
Litalínan hefur jafnframt upp á fjóra mismunandi liti að bjóða en þeir eru misdökkir og litarefnið inniheldur steinefni. Ég á lit númer 01, en hann hentar ljósri húð vel, hann er það ljós að hægt að er að bera hann jafnt og þétt yfir húðina. Hægt er að velja sér dekkri lit ef maður ætlar að nota litinn sem skyggingu, eða ef maður er með dökka húð.
Þetta sólarpúður er fyrir þær sem leita að mattandi áferð og náttúrulegu yfirbragði.
Lancôme býður líka uppá sólarpúðrið Star Bronzer Intense en það á líka að endast allt upp í 14 klst. Það á að gefa ljómandi sólarlit. Í því er að finna rósaolíu sem veitir húðinni þægindi og raka.
Einnig er hægt að fá Star Bronzer Intense í púðurbursta, en hann virkar þannig að á öðrum enda burstans er hnappur sem þrýst er á, og þá kemur sólarpúður út í hár burstans sem svo er strokið yfir húðina.
Burstinn er nútímalegur og er hentugur hvar sem er, enda ótrúlega þægilegt að ferðast með hann. Það má nota hann á andlit, bringu og líkama, en forðist að bera sólarpúðrið á augnsvæðið.
Hentugt er að nota burstan til að fríska upp á förðunina yfir daginn, sérstaklega þar sem þæginlegt er að hafa hann með í töskunni við hvaða tilefni sem er.
Meira um sólarpúðrin og hvernig maður notar þau í þessu myndbandi:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Z9mJKVmjr_c[/youtube]