Ég hef lengi elskað rauðar varir, hvort sem þær eru dökkrauðar og mattar eða skærrauðar og háglansandi…
…Nýjasti rauði varaliturinn minn er reyndar gloss. Þessi gloss heitir Intense Lip Colour (#306, rauður) og kemur frá GOSH. Eins og nafnið Intense gefur til kynna þá inniheldur glossinn mjög mikinn lit og þekur fullkomlega.
Þess vegna kalla ég hann varalit.
Glossinn virkar alveg eins og varalitur nema hvað að hann glansar. En það sem ég fíla líka við glossinn er að það er mjög flott að nota puttana til að ‘dúmpa’ smááá lit á varirnar, þannig verða þær mattar og ekki eins ‘intense’, flott hversdags.
Áferðin er mjúk og ekki klístruð og endingin er nokkuð góð en eins og með allt gloss þá þarf auðvitað að bæta við og laga reglulega.
En það besta við glossinn…eru umbúðirnar. Þær eru bæði flottar en líka mjög sniðugar en þær innihalda spegil sem er staðsettur á hlið glossins og svo er LJÓS í lokinu. Mjög sniðugt ef maður er í bíó eða skemmtistað þar sem er ekki mikið ljós.
Algjör snilld!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.