Díana fjallaði HÉR um daginn um frábæra haust-förðunarlínu frá Chanel og birti meðal annars myndband af uppáhalds förðunarfræðingi mínum, Lisu Eldridge, að nota einn augnskuggan úr línunni…
Eftir að hafa horft á það myndband stóðst ég ekki mátið og prófaði þenna tiltekna augnskugga; Illusion D’ombre í litnum Ébloui (86). Eins og kemur fram í myndbandinu er hægt að nota augnskuggan á tvo vegu; sem hefðbundinn augnskugga ooog sem ‘eyeliner’ en þá bleytir maður aðeins í penslinum áður en honum er dýft í skuggan til að fá skarpari lit. Hjá mér er það alveg riiisastór plús ef að ég get notað snyrtivörur á fleiri en einn hátt þannig að þessi augnskuggi er heldur betur vinsæll í minni snyrtibuddu!
Ég mæli með að kíkja á myndbandið þar sem Lisa Eldridge tjáir sig um þennan silkimjúka og froðukennda augnskugga en hún segir allt sem segja þarf.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=dGrIEbvly0k&feature=player_embedded[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.