Superfoods, eða ‘ofurfæða’ er næsta mál á dagskrá.
Við eigum að fá kraftinn beint í æð úr matnum sem við borðum en ekki eltast við próteinsjeika og vítamínbætt hveiti og smjörlíki til að næra og gleðja skrokkinn.
Auðvitað er ekki hlaupið að því að nálgast og borða ofufæðu daginn út og inn svo séní á þessu sviði hafa gert okkur lífið auðveldara. Til dæmis Solla, Udo læknir og hin agnarsmáa og ofurknáa Dr. Gillian McKeith.
Sjálf borða ég reglulega á GLÓ, staðnum hennar Sollu; ég nota líka hið vinsæla Dr Gillians Turbo Greens duft og get ekki annað en gefið því mín bestu meðmæli.
Duftið gerir frú Gillian úr nokkrum lífrænum ofurfæðutegundum en meðal þeirra má nefna hveitigras, spirulina, bygggras, epla og sítrónubörk og aðalbláber.
Ég blanda þessu út í ofurkraftasjeikinn minn á morgnanna en hann geri ég úr…
- Góðri lúku af frosnu spínati (sem ég kaupi ferskt en hendi beint í frystinn),
- 250 ml af Heilsusafa frá Floridana (eplasafi eða gulrótar er líka góður)
- Sirka 3 sm af engiferrót
- Hálfri appelsínu og hálfum banana
- Teskeið eða tvær af duftinu hennar Gillian
Þetta er alveg stórkostlega kraftmikill og nærandi drykkur sem mallakúturinn tekur fagnandi á móti. Hann fyllir mig af orku og góðri líðan og ég fer stálsleginn út í daginn með þessa frábæru næringu í blóðinu. Þær sem hafa byrjað á þessum kokteil geta ekki hætt!
Grænmetið og ávextirnir gera það sem gera þarf og Turbo Greens duftir garanterar síðan kraftinn í þessu.
Hér er svo algerlega magnað myndband af konu sem er sjötug en hún vann titilill ‘Kynþokkafyllsta grænmetisæta heims’ á dögunum. Hún keppti í flokknum 50 ára og eldri en er sannarlega að titlinum komin enda stórglæsileg mannskja.
Í viðtalinu segist hún einmitt blanda sér svona spínat-drykk á hverjum morgni og árangurinn leynir sér ekki 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.