Um leið og ég fékk Hypnôse Doll Eyes maskarann frá Lancôme í hendurnar hljóp ég heim (okei kannski hljóp ég ekki en næstum því) til að prófa hann eftir að hafa séð endalausar auglýsingar og umfjallanir um þennan nýja maskara…
….Lancôme hefur lengi verið þekkt fyrir að gera frábæra maskara sem eru algjörlega ávanabindandi og fólk kaupir aftur og aftur. Þessi nýji maskari sem heitir Hypnôse Doll Eyes er sagður lengja, lyfta, greiða og þykkja, allt í einni stroku! Einnig á hann að koma í veg fyrir klumpa og klessur á augnhárunum.
Ég verð að segja að þessi maskari gera nákvæmlega allt sem hann segist ætla að gera enda ekki skrítið þar sem það tók heil sjö ár að fullkomna burstann sjálfann sem nær í hver eitt og einasta augnhár – líka þessi aaallra minnstu sem ég nenni yfirleitt ekki að reyna við því það endar alltaf með ósköpum.
Maskara formúlan sjálf hefur svo einstaklega fallegan glans, augnhárin verða eins og á ekta dúkku!
Ég verð ekki hissa ef þessi kemst í fyrsta sætið hjá einhverjum maskara-lover þarna úti. Þessi gefur þér þetta opna dúkkulega ‘look’ þar sem hvert og eitt augnhár fær að njóta sín. Næstum því eins og gervi augnahár.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=vZp1T4AZBPo&feature=relmfu[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.