Ég held ég geti næstum því óhikað titlað sjálfa mig íslandsmeistara í að vera með hvítt eða platínuljóst hár.
Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan ég tók upp á því að aflita á mér allt hárið og láta svo skol yfir það sem sá til þess að allur gulur tónn fór úr því svo að eftir varð platinu fegurð mikil, að mínu mati.
Mig minnir að ég hafi verið um fimmtán ára þegar ég gerði þetta fyrst og síðan hef ég reglulega farið aftur í sama stílinn. Ætli það megi ekki kalla það íhaldssemi?
Lengi vel var ég ein um lúkkið en vinsældir þessa háralits ruku þó upp fyrir sirka tveimur árum og mig skyldi síst undra því það er fátt glæsilegra en að ná sama háralit og Andy Warhol, Marilyn Monroe og nú Daenerys Targaryen úr Game of Thrones, allt í senn.
Þér að segja er þó ekki auðsótt að halda hárinu fallegu í rétta hvíta litatóninum. Til þess þarf fjólublátt sjampó og þau eru sannarlega ekki öll jafn öflug.
Nýlega var mér gefið sjampó af þessari tegund frá Lanza. Það er vissulega með þeim betri og ég get óhikað mælt með því ef þú vilt hafa hárið þitt fallega platínuljóst (kalt) og laust við gula litartóna.
Þetta fjólubláa sjampó frá L’anza gerir þó gott betur því það er ekki einungis fyrir ljóst eða grátt hár. Healing ColorCare Silver Brightening Shampoo virkar líka fyrir aðra háraliti.
Ef þú ert með svart eða dökkt hár þá kemur það í veg fyrir að hárið virðist matt og litlaust; Í brúnu eða (köldu) rauðu hári eyðir það kopartónum og appelsínugulum blæ en í gráu hári eykur það silfurglampann. Það frískar þannnig vel upp á mattan háralit og styrkir þann lit sem fyrir er svo hann verður glansandi og fallegur.
Sjampóið er án súlfats og inniheldur UVA, -B og -C vörn til að koma í veg fyrir skemmdir og upplitun.
Í raun nota ég þetta ekki beinlínis sem sjampó heldur meira sem skol til að viðhalda litnum fallegum.
Oft á ég sama brúsann í marga, marga mánuði því ég nota þetta bara einu sinni í viku og hárið er alltaf eins og ég sé nýkomin af stofu.
Ef hárið þitt er með mikinn gulan tón er mjög gott að láta það bíða í nokkuð lengi, alveg upp undir hálftíma ef þú vilt. Þú sérð áhrifin strax og þú ert búin að skola úr!
Ef hár er skemmt og/eða mjög opið (nýlitað) er gott að stytta virknitíma sjampósins eða blanda því við annað sjampó og bera síðan í hárið.
Ég mæli alls ekki með að kaupa bara ‘eitthvað’ fjólublátt sjampó því þau eru mjög misjöfn að virkni og þó þú splæsir þér í brúsa sem kostar eitthvað meira en hálftíma kaup þá er það vel þess virði því þetta endist mjög lengi.
L’anza vörurnar fást á öllum betri hársnyrtistofum. Þær komu á markað árið 1985 og eru framleiddar í Bandaríkjunum. Meira um þær hér og hér. Flott merki sem ég mæli óhikað með.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.