Þessir nýju augnskuggar, Ombre Magnétique frá Lancome eru klárlega eitthvað fyrir þá allra glysgjörnustu…
…þeir eru innblásnir af einum diskóklúbbnum í París þar sem allir veggir eru þaktir með gull og silfur speglum. Og þessir augnskuggar glitra og glampa svo sannarlega eins og ekta diskókúla á að gera.
Partí augnskuggarnir sem koma í glerkrukku og hafa mjög sérstaka en þægilega áferð; hálf kremkennda sem gott er að leika sér með.
Maður stjórar því sjálfur hvort að maður vill algjöra glimmer þekju eða bara smá glit á augnlokin. Persónulega finnst mér flottast að þekja vel og mikið ef maður er að þessu diskó standi á annað borð. Gaman!
Augnskuggana er hægt að fá í þremur litum, silfur, gull og svo í nýja Lancome litnum, fjólubláum!
Allir eru þeir fabjúlöss en fjólublái er í uppáhaldi eins og er. Þeir virka mjög vel einir og sér en svo er einnig hrikalega flott að blanda þeim saman.
Eitthvað fyrir glamúr brjálæðinga eins og undirritaða!
Smelltu HÉR til að fá verð og versla.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.