Dior, Dior, Dior…(sagt með nefmæltum frönskum hreim).
Ég er ein af þeim sem nota ALLTAF hyljara þegar ég farða mig, förðunin verður ekki “heil” án þess að nota hyljara. Nú hef ég notað “Capture Total” meik frá Dior í sjö daga og ég verð bara að segja þvílík snilld.
Ég ákvað að skella farðanum á mig kl 7:45 að morgni til fyrir langan og erfiðan dag í tökum og sjá hvernig farðinn myndi taka á hörku vinnudegi.
Setti farðann fyrst á til að sjá hvar og hvort þyrfti að hylja einhver lýti eftir á en viti menn, ég notaði nánast ekkert af hyljara, aldrei þessu vant. Var mjög hissa á því hvað meikið lagðist fallega á alla staði m.a. í kringum nefið sem er oft erfitt svæði.
Á tökustað var mollulegt loft og mikið action í gangi og endaði síðan takan úti í kuldanum þar sem ég blótaði veðurfréttamönnum fyrir að spá 14 stiga hita, sem var að sjálfsögðu ekki raunin. Kom heim um 19:00 leytið og lagðist beint uppí rúm til að ná smá hita í líkamann. Hvíldi mig í hálftíma á koddanum og var svo dregin út af kæró í bíltúr. Þá ákvað ég að kíkja í spegilinn í skyggninu í bílnum, tek fram að ég var ekkert búin að púðra mig eða laga í millitíðinni og bjóst við hörmungum eftir svo langann dag eeeeen þar hafði ég rangt fyrir mér.
Ég var enn slétt, fersk og FAB. Kom mér mjög á óvart að meikið væri ekki búið að renna til og ég orðin glansandi eftir 11 tíma vinnudag.
Fór svo að lesa mér til um þetta undrameik og sé að það er serum í því sem er ástæðan fyrir þessari endingu því það gefur meikinu teygjanleika og þessa satínáferð. Það sem einkennir farðann er að hann hjálpar húðinni að þéttast með hverri notkun því serumið heldur áfram að vinna sína vinnu allann daginn á meðan þú sinnir þinni vinnu eða verkum. “..make the skin dazzle with radiance, from its very “heart” to its surface” finnst þetta skemmtilega orðað hjá Dior því það er einmitt það sem farðinn gerir.
Ég myndi segja að þessi farði hentaði mjög vel fyrir húð sem er farin að missa teygjanleika sinn að einhverju leiti og þarf þetta extra “oomph”. Dior klikkar heldur ekki á umbúðunum frekar en fyrri daginn og ekki má gleyma vörninni sem farðinn inniheldur sem er í styrk 15.
Ohhh..það gleður mig svo mikið að þú skulir virkilega fá það sem þú ert að borga fyrir, hef ekki mikið verið að nota Dior vörur nema svona spari hingað til en þetta er alveg munaður sem ég ætla að leyfa mér. 🙂
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.