Engin varalitalína frá Dior inniheldur jafn fjölbreytta litaflóru og Dior Addict línan en hér erum við að tala um alls 56 liti.
Vorið 2011 senda þau svo frá sér nokkra nýja liti sem eru innblásnir af hönnun Johns Galliano og þokkadísinni Kate Moss en hún hefur verið músan hans til fjölda ára. Litirnir eru hinn rokkaði Diorkiss #578- ljósbleikur og sætur litur sem kallast Beige Casual #222 og yfirglamúr liturinn Red Carpet #963.
Kíktu hér á flotta auglýsingu um litina… Hálfgerð stuttmynd öllu heldur:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=C2dw83CAd8I[/youtube]
Dior Addict er meiriháttar rakagefandi og glansandi varalitur. Hann gefur vörunum kynþokkafullt yfirbragð og endist von úr viti enda gefur hann hin eftirsóttu “second skin” áhrif.
Sjálf prófaði ég fallegan bleikan lit sem er nr 652 og heitir Tango. Bleikur, stelpulegur, sætur og sumarlegur. Þú getur lesið meira um verð og fleira HÉR.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.