Nú geta allir aðdáendur Diesel Fuel For Life ilmvatnanna glaðst því nýlega kom út sumarlína fyrir 2011 – Denim Collection. Eins og alltaf kom út stráka- og stelpuilmur og báðar flöskurnar eru klæddar í gallaefni sem er reyndar hægt að renna af…
…Það eru ekki allir sem vita að manneskjan á bak við Diesel er 55 ára gamall karlmaður að nafni
Renzo Rosso. Renzo Rosso er ítalskur, lærði textílhönnun á Ítalíu og byrjaði eftir námið að hanna og framleiða föt. Það var árið 1985 sem hann tók við allri stjórn Diesel merkisins sem síðan hefur orðið gríðarlega vinsælt um allan heim. Diesel er nú þekktast fyrir gallabuxur sínar þó að Diesel framleiði einnig skó, sólgleraugu, nærföt, töskur….og já ilmvötn svo eitthvað sé nefnt. Það var svo núna loksins sem að Renzo Rosso féllst á það að klæða ilmvatnsflöskurnar í gallaefnið sem er jú aðal-efni Diesel merkisins.
Og mér finnst útkoman bara nokkuð flott. Strákaflaskan er örlítið grófari en stelpuflaskan en efnið er dekkra og saumað með brúnum leðurböndum.
Ég var svo heppin að eignast báða ilmina og gat því gefið kærasta mínum strákailminn. Diesel Fuel for Life Denim strákailmurinn er mjög góður og ´sexy´að mínu mati. Hann er ferskur, kryddaður og ákafur en einn úði er meira en nóg í einu. Strákailmurinn er byggður á sítrónulykt en henni fylgir lavander og raspberry ilmur með smá ´hint´ af viðarkeim.
Svo er það stelpuilmurinn sem ég nota. Hann byggist á raspberry- og jasmine ilm en hann minnir mig alltaf á mandarínu. Hann er mjög ferskur og góður og ég get lofað þér að ef þú hefur fílað fyrri ilmi Diesel þá muntu elska þennan.
Hér fyrir neðan er svo auglýsingin fyrir þessa Denim ilmi, mjög skemmtileg og ´sexy´auglýsing sem er svolítið þeirra ´thing´;[youtube width=”415″ height=”334″]http://www.youtube.com/watch?v=mXkrbXfk5Kc&feature=player_embedded[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.