Munúðarfullur, villtur, nútímalegur en samt svo klassískur – allt þetta eru orð sem koma upp í hugann þegar ilmurinn Daisy by Marc Jacobs snertir húðina.
Daisy inniheldur ómótstæðilega blöndu af ferskri jarðaberjalykt, hlýjum sítruskeim, jasminu, gardeníu, vanillublöndu, musk og white woods sem gera hann eftirminnilegan og ljúfan.
Daisy by Marc Jacobs kemur úr smiðju samnefnds tískuhönnuðar en Marc Jacobs hefur haft ómæld áhrif á tískuvitund kvenna um allan heim og ilmvötnin hans eru löngu orðin klassísk.
Þau eru klassísk en koma hins vegar alltaf á óvart með því að fara á skjön við það hefðbundna. Þetta ber hönnun ilmvatnsflöskunnar Daisy by Marc Jacobs með sér.
Hönnunin er vissulega tímalaus og klassísk-ferkönntuð og þung glerflaska… en síðan trónir þetta ofvaxna og undurfallega plastblóm á toppi flöskunnar.
Risavaxið blómið kemur mér endalaust í gott skap þegar ég handleik flöskuna og spreyja dásamlegum ilminum Daisy by Marc Jacobs á mig.
Ilminn er langskemmtilegast að nota sem oftast og í sem mestu magni …. Þess á milli má horfa á hann eins og á fallegt listaverk.
Smelltu á myndbandið af Daisy by Marc Jacobs og hér til að kíkja á vefsíðuna sem er flott:
Smella HÉR til að fræðast um verð eða fjárfesta í glasi.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.