Colourizations heitir nýja haust 2011 línan frá MAC. Hún inniheldur meðal annars augnskugga-duo í nokkrum mismunandi litasamsetningum sem eru allar mjög frumlegar of flottar…
…Ég var svo heppin að eignast tvær pallettur úr þessari skemtilegu línu. Önnur pallettan heitir Double Feature 4 og hin heitir Double Feature 5.
Þessi sem er númer 4 er mjög skemmtileg og öðruvísi en hún inniheldur einn mattan augnskugga og einn með glitrandi áferð. Þessi matti er karrý-brúnn en þessi sanseraði er dökk-sægrænn. Það er einstakleg flott að blanda þeim saman þó að þeir hafi mismunandi áferð. Ég hef verið að nota græna skuggan yfir allt augnlokið og þennan brúna í skyggingu og svo toppa ég þetta með maskara sem þykkir. Algjört partí lúkk!
Þá er það palletta númer 5! Hún er æði og hentar betur dagsdaglega – inniheldur sanseraða skugga, annan ljósbleikan og sætan og hinn dökk-búnan.
Þessi brúni er með smá rauðum tón og græn-bláum glans ef vel er að gáð. Ótrúlega óvenjulegur og skemmtilegur litur. Bleiki skugginn hentar vel sem grunnur á allt augnlokið og sem highlight á augnbrúnabeinið og svo er flott að skyggja með þessum brúna. Fyrir kvöld lúkk þá er æði að setja meira af þessum brúna og svo svartan kisu-eyeliner. Þetta eru geggjaðar pallettur og nú langar mig í allar úr þessari línu!
Mæli með að kíkja á úrvalið hjá þeim í MAC. Augnskuggarnir eru mjög góðir, þekja vel og endast lengi á auglokinu.
Svo eru umbúðirnar hjá MAC alltaf mjög snyrtilegar og ‘slick’!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.