UMFJÖLLUN: Colour to mix – Til að dekkja meikið

UMFJÖLLUN: Colour to mix – Til að dekkja meikið

Color to Mix er með því nýjasta frá Helenu Rubinstein og er eflaust kærkomin nýjung í snyrtibudduna hjá mörgum konum.

618209

Þú setur agnarlítinn dropa af þessu út í dagkremið þitt, vinnur það saman við kremið og þá ertu komin með klæðskerasniðið litað dagkrem fyrir þig!

Þetta er sniðugt fyrir þær sem kjósa sér lituð dagkrem í staðinn fyrir meik og líka fyrir okkur hinar. Með því að nota Colour to Mix ertu heldur ekki að nota dagkrem og svo aftur litað dagkrem yfir það.

Svo er þetta líka frábært fyrir þær sem vilja bara pínku lit og eru alveg fastar í einni tegund af dagkremi sem framleiðir kannski ekki samskonar tegund með lit í.

Nú…svo má setja “Color to Mix” út í farða ef þú verður óvart brúnni í viku og það má setja þetta í Body Lotion ef maður vill auka lit á fótleggjum á föstudegi.

Color to Mix kemur í tveimur litum -ljósum og dekkri og karlmenn geta notað þetta líka af því það kemur engin meik áferð heldur frískar þetta bara upp húðlitinn.

Snjallt!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest