Ertu oft með þreytt og þrútin augu?
Ein mesta snilld fyrir bauga og þrútin augu sem ég veit um er Clinique all about eyes serum.
Það er engin lykt af því, það er ofnæmisprófað og rakagefandi – en inniheldur samt engar olíur.
Í All about eyes seruminu frá Clinique er efni sem lagar bólgur og bauga undir augunum með léttu nuddi. Sjálf er ég er mjög heppin með að vera sjaldan með bauga en þegar ég missi úr svefn þá birtast þeir. Þegar þetta gerist þá rúlla ég bara efninu undir augun og ofan á augnlokin með svölu stálkúlunni.
Stálkúlan er alltaf köld -en ef þú vilt hafa hana enn kaldari er hægt að geyma efnið í ískápnum! Ég veit um nokkrar pjattrófur sem geyma sín augnkrem inn í ísskáp, þannig að það kæli extra vel þegar maður vaknar þrútinn og þreyttur.
Það er líka snilld að vera með þetta í veskinu, umbúðirnar taka ekki mikið pláss (eru á stærð við penna). Ef þig langar að fríska þig til að augabragði er nóg að nudda stálkúlunni létt í kringum augun og þú verður strax ferskari.
Augnserumið má nota tvisvar sinnum á dag, hvort sem er undir eða yfir farða en farðinn aflagast ekkert þó að þú notir serumið. Augnserumið má líka setja bæði á augnlokin og undir augun sem er mjög gott. Það besta hins vegar við efnið er að það VIRKAR.
Smelltu HÉR til að fræðast um verð og magn.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.