Núna er komin frábær ný lína frá Clarins sem er fyrir yngri kynslóðina en hún samanstendur af tvenns konar rakakremum, hreinsigeli og andlitsvatni.
Ég hef undanfarið verið að nota eitt rakakremið úr línu sem heitir Daily Energizer Cream og er vægast sagt ánægð með það.
Þetta krem er sagt gefa ungri húð raka og auka “radiance”, það á einnig að draga úr ófullkomleika… svo sem ójöfnu í húðlit og þurrk.
Og ég verð að segja að það gerir allt þetta og meira til!
Kremið er frábært fyrir húð sem er normal eða þurr. Það er ekki olíukennt og smýgur hratt og örugglega inn í húðina, sem gerir það að frábærum grunni áður en farði er settur á andlitið.
Kremið er fullt af C-vítamíni og ilmar pínu eins og appelsína, alveg ótrúlega frískandi að setja það á sig á morgnanna.
Ég hef borið það á mig á morgnanna áður er ég mála mig og það sem mér finnst frábært er að það er “non-oily” og eftir amstur dagsins þá er húðin ennþá mött og mjúk.
Algjört lúxus krem sem fær 5 af 5 stjörnum hjá mér. Kostar tæpar 4000 kr.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.