Clarins er eitt af erlendum snyrtivörufyrirtækjum sem nota íslenska jurt í nýjustu kremlínu sína Capitel Lumière Jour .
Í þessu kremi sameinar Clarins kraft þriggja einstakra planta:
- Sperguleria er jurt sem venjulega er notuð til að draga úr dökkum blettum og jafna húðlit
- Waltheria+Tripeptide er jurt sem vinnur gegn öldrun húðarinnar og endurheimtir ljómann
- Skarfakál, sem Clarins hefur fengið frá íslandi, vinnur gegn öldrun húðarinnar og endurheimtir ljómann í húðinni
Átján konur voru fengnar til að prufa Clarins Capital Lumiere dagkremið og niðurstaðan varð sú að 74.8% fannst að húðin þéttari, 78.5% sögðu hana ljóma meira innan 10 daga og 93.9% þótti húðin endurnýjuð og endurnærð.
Clarins Capital Lumiere dagkremið er ætlað konum 50 ára og eldri, með slappa og “gráleita” húð. Capital Lumiere örvar framleiðslu kollagens og fyllir upp í hrukkur, styrkir innra lag húðarinnar og jafnar áferð svo hún verður þéttari, stinnari, sléttari og fallegri við reglubundna notkun.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.