Rétt eins og dálæti mitt á blús á við Amy Winehouse, Ninu Simone og Ellu Fitzgerald hef ég dálæti á eldrauðum varalitum og naglalakki. Að mínu mati eru rauðar varir og neglur jafn mikil klassík og blús eða jazztónlist.
Chanel naglalakkið “Le Vernis 08 Pirate” er hinn fullkomni rauði litur en hann er hluti af haustlínunni 2011. Liturinn passar akkúrat við uppáhalds varalitinn minn sem einnig er frá Chanel — Rouge Allure #67 Excessive.
Eins og allt sem frá Chanel kemur er þetta gæðavara. Naglalakkið er einstaklega auðvelt í ásetningu og aðeins ein umferð þekur vel, tvær umferðir endast þó lengur.
Svo ef þér langar að líða eins og parísardömu og fá enn meiri ánægju af því að panta “Café au lait” og fletta Vogue þá mæli ég með fallega rauðu naglalakki og varalit frá Chanel.
Það fegrar, skapar sérstaka stemmningu og gerir lífið skemmtilegra!
Hér er skemmtilegt dansmyndband frá Chanel og smelltu HÉR til að lesa nýlega umfjöllun Stellu um varaliti í haustlínunni:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=DWWSzE0Y65E[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.