Eins og allar pjattrófur vita skipta umbúðir stundum ekki minna máli en innihaldið þegar snyrtivörur eru annarsvegar.
Við sem förum mikið í ræktina vitum t.d. að það er erfitt að flækjast með glerkrukkur með kremum og serumi og finnst því betra að nota vandaðar plastumbúðir með pumpu þegar svo ber undir.
Ilmurinn Chanel nr 5 hefur lengst af verið í mjög fallegri en óhentugri flösku fyrir veskin en nú hefur verið bætt úr þessu.
Þau hafa hannað algjörar snilldarumbúðir sem eru svo hentugar að þú getur haft glasið í snyrtibuddunni þinni ef því er að skipta. Svo nett er það.
Toppurinn er skrúfaður til hliðar og þá poppar úðarinn upp en þegar þú snýrð til baka þá fellur hann inn í umbúðirnar svo að taskan kemur ekki til með að ilma.
Með þessu koma svo tvær áfyllingar svo að ilmurinn endist þér vel og lengi.
Alveg frábær lausn fyrir fjölmarga aðdáendur þessa klassíska ilms sem Marilyn Monroe gerði ódauðlegan á sínum tíma. Sérstaklega með setningunni:
“What do I wear in bed? Why, Chanel No. 5, of course.”
Smelltu HÉR til að fræðast um verð og fjárfesta í gripnum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.