Förðunarlínan fyrir haustið frá Chanel er guðdómlega falleg!
Franska tískuhúsið hefur sent frá sér augnskugga sem eru dúnmjúkir að bera á augnlokin – nokkurs konar gelkrem sem hægt er að nota sem augnskugga eða sem eyeliner. Með augnskugganum fylgir sérhannaður augnskuggapensill/bursti sem er góður bónus því góður förðunarpenslar geta verið frekar dýrir.
Sanseruðu augnskuggarnir bera nafnið Illusion D’ombre frá Chanel. Þeir eru fáanlegir í sex litum en liturinn sem ég fékk að prófa heitir Illusoire 83 og er gráfjólublár. Hann er strax orðin ómissandi í snyrtibuddunni og nota ég augnskuggann daglega sem eyeliner. Fyrir kvöldið er augnskugginn tilvalinn fyrir kvöldförðun og set ég hann þá á allt augnlokið og bæti jafnvel við svörtum eyeliner við.
Þessi förðunarlína er tilvalin í jóla og áramótaförðunina.
Á myndbandinu fer daman nokkuð vel yfir litina sem í boði eru frá illusion D’Ombre og sýnir hún um leið hvernig þú berð á þig þessa fallegu sanseruðu augnskugga, en hún ber þá jafnvel á kinnbeinin líka. Fyrir þig sem ert ekkert sérlega fær í að farða þig með augnskuggum, þá er þessi gelkrem augnskuggi algerlega málið enda meiriháttar auðveldur í notkun og útkoman æðisleg.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=dGrIEbvly0k[/youtube]Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.