Ceridal vörurnar eru nýjar á markað á Íslandi og kærkomin viðbót við ódýr ónæmisprófuð krem.
Kremin innihalda jurtaolíur sem minna talsvert á olíurnar sem húðin inniheldur frá náttúrunnar hendi. Jurtaolíurnar og önnur innihaldsefni mynda vörn sem líkist vörn húðarinnar sjálfrar og eykur getu hennar til að endurnýja sig.
Ceridal Creme er þykkt rakakrem fyrir viðkvæma og mjög þurra húð. Maðurinn minn, sem er með svo þurra húð að hún verður rauð eftir sund og bað, hefur verið að nota þetta krem í vetur og líkar mjög vel.
Ég hef líka borið þykkari gerðina Ceridal Fedtcreme á þurrkubletti á mér og börnunum og þeir hafa lagast fljótt. Þrátt fyrir að kremin eru þykk og “feit” verður húðin ekki glansandi og áferðin er fín. Þau eru góð vörn fyrir kulda og til að bera á viðkvæma húð fyrir sund.
Ceridal vörurnar eru lyktarlausar og ónæmisprófaðar og henta vel á exem og ofnæmi, svo eru þær líka á ágætu verði.
Fást í flestum apótekum.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.