Þar sem við erum tvær pjattrófur með ört stækkandi bumbur þessa dagana fengum við að prófa Bumbugaldur frá Villimey.
Bumbugaldur er unninn úr aldagamalli uppskrift seiðkvenna sem trúðu því að gott væri að bera mulinn arfa á kvið ófriskra kvenna og ég er ekki frá því að þær hafi rétt fyrir sér.
Í bumbugaldri er fyrir utan arfann mikið magn omega og E-vítamíns og kremið gefur góðan raka.
Hjá mér er húðin að strekkjast svo þennan síðasta tíma að mig klæjar og verkjar og finnst gott að bera bumbugaldurinn á mig til að róa húðina.
Ég er nú farin að ganga með kremið á mér og ber það á mig um leið og kláði fer að gera vart við sig. Get hiklaust mælt með þessu fyrir allar konur í sömu sporum, hvort bumbugaldurinn er galdur á móti sliti verður svo að koma í ljós, allavega er ekkert slit hjá mér ennþá 😉
Kremin frá Villimey eru unnin úr íslenskum jurtum sem eru handtíndar í hreinni náttúru Vestfjarða þegar virkni þeirra er hvað mest. Þau eru án allra rotvarna-, ilm- og litarefna og með alþjóðlega lífræna vottun.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.