Vegna þess að ég er Íslendingur sem stundar ekki ljósabekki, er ég næpuhvít allt árið í kring, flestir vilja líta vel út þegar þeir gifta sig og ég er engin undantekning.
Mig langaði ekki að vera í stíl við hvíta kjólinn minn svo ég ákvað að fara í brúnkusprautun.
Ég hef verið að nota St. Tropez brúnkufroðuna og fílað hana alveg í tætlur, en flestar pjattrófur ættu nú að kannast við það merki.
Því fannst mér algjör snilld þegar ég komst að því að Gyðjan snyrtistofa byði uppá brúnkusprautun með St. Tropez! 🙂
Ég var ekki lengi að bóka tíma í prufu sprautun en ég mæli hiklaust með því ef þú ætlar að prófa svona fyrir sérstakt tilefni. Þegar ég hringdi fékk ég þær ráðleggingar að skrúbba mig vel með kornaskrúbb í sturtu kvöldið fyrir brúnkumeðferðina, en það er gert til þess að liturinn verði jafnari og taka allar dauðar húðfrumur burt.
Hún Steinunn tók á móti mér og útskýrði hvernig þetta virkaði, þetta tók allt í allt svona kannski 15-20 mínútur og ég var orðin elgtönuð þegar ég labbaði út.
Ég lét litinn bíða í meira en 12 tíma þar til ég fór í sturtu en þangað til var ég eins og blökkumaður með græn augu og ljóst hár, það fór mér ekki vel, svo vægt sé til orða tekið.
Liturinn verður rosalega dökkur svo ekki láta þér bregða fyrstu tímana eftir sprautun. Þegar ég fór svo í sturtu þá varð baðkarið alls ekki girnilegt haha, mikið af litnum skolaðist niður og eftir að ég þurrkaði mér og bar á mig bodylotion, sat eftir þessi fallegi bronsaði litur!
Ég var ekkert smá ánægð með litinn og hann entist í meira en viku hjá mér! Ég mæli hiklaust með þessu fyrir verðandi brúðir eða bara fyrir hvaða tilefni sem er. Þú sérð muninn á myndunum og hvernig þetta er bara náttúrulegt og fínt. Ég gef St. Tropez brúnkusprautun hjá Gyðjunni fullt hús.
[usr 5.5]
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður