Nýlega fékk ég í hendurnar brúnkukrem frá þýska fyrirtækinu LAVERA en kremin frá þeim eru öll lífrænt vottuð.
Kremið heitir Sun Sensitive og inniheldur meðal annars macadamia hnetuolíu og lífræna sólblómaolíu. Bæði þessi innihaldsefni hafa æðislega nærandi og rakagefandi áhrif á húðina og liturinn af er alveg perfect. Gylltur og fallega ljósbrúnn.
Persónulega er ég hrifnust af self-tan kremum sem gefa ekki of sterkan lit í fyrstu ásetningu og þetta krem er þannig. Maður fær á sig fallega gylltan lit og lítur frísklega út daginn eftir að maður er búin að bera kremið á.
Fyrir þær sem kjósa að hafa allt lífrænt og án parabena er brúnkukremið frá Lavera algjörlega málið. Og í raun líka fyrir þær sem er alveg sama um paraben og lífrænan lífstíl. Þetta er einfaldlega mjöög gott brúnkukrem!
Auðvelt að bera það á bæði andlit og líkama, lyktin góð og áferðin silkimjúk og þétt.
Kostar rétt um 2000 kr og fæst í apótekum og Heilsuhúsinu!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.