Ég er ein af þeim sem verður súper spennt þegar ég sé eitthvað nýtt, ferskt og öðruvísi í tengslum við ‘meiköpp’. Og þess vegna fannst mér mjög spennó að prófa glænýja vöru frá franska merkinu Bourjois (sem er loksins komið aftur til landsins).
…Þessi nýja vara er samsett af mjúkum gloss sem kemur í nokkrum litum og…dumm dumm dumm…tannhvíttunarefni! Það er eitthvað sem ég hef aldrei prófað áður. Þetta tannhvíttunarefni er semsagt bara glært gel sem að þú berð á með bursta beint á tennurnar og gelið á að lýsa upp brosið ooog gefa svona ‘freeessshh’ bragð, ekki leiðinlegt.
Ég er algjör sökker fyrir svona nýjungum og elska vörur sem eru samsettar úr tvem, þrem eða fleiri vörum í eina, og ég er alveg að fíla þessa. Glossinn er mjúkur og þægilegur og kemur og fallegum litum og hvíttunar gelið gefur brosinu bjart og fínt yfirbragð.
Fæst í helstu snyrtivöruverslunum og er í ódýrari kantinum…
Win win!!!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.