Um daginn fjallaði ég um förðunarvörur frá L´Occitane úr nýrri línu sem heitir Pivoine Flora en þessi lína er innblásin af fallegu bleiku blómi sem heitir Peony…
…Þessi blómalega lína inniheldur ekki aðeins förðunarvörur, heldur líka ilmvatn, krem og sápur. Ég var einmitt svo heppin að eignast eitt kremið úr línunni sem heitir því einfalda nafni Beauty Cream. Þetta krem kemur í stórri og fallegri krukku sem gaman er að hafa til sýnis inn á baði og væri tilvalin gjöf.
Kremið sem er flauelsmjúkt og ferskt angar svo af þessum milda Peony blómailm. Fallegt, ljósbleikt og sumarlegt.
Svo er það annað krem sem að ég prófaði en það er andlits rakakrem úr annari línu frá sama merki. Sú lína er einnig innblásin af blómi en það er Angelica blómið. Kremið heitir Angelica Hydration Cream og er gert úr lífrænum Angelica blómum frá Frakklandi. Mjög ferskt og rakagefandi og hentar best fyrir þurra til normal húð. Þetta krem finnst mér frábært á morgnanna undir förðunina en það smýgur fljótt og örugglega inn í húðina og gefur henni raka og ljóma.
Svo elska ég lyktina.
Meira um Peonyur og blómarækt L’Occitane í þessu myndbandi:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JshYCqfHpQo[/youtube]Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.