Nýi GOSH intense lip colour er ekki eins og hinn hefðbundi gloss og ekki eins og hinn hefðbundi varalitur heldur. Hann er í raun eins og fljótandi varalitur.
Þetta er frábær nýjung sem ég hef ekki kynnst áður. Liturinn þekur mjög vel og kemur út eins og hann á að vera.
Ég hef oft lent í því að kaupa mér gloss sem mér finnst voða flott á litinn, set það á mig og liturinn er allt öðruvísi! Það á ekki við um þennan. Að auki mýkir hann varirnar og gefur fyllingu og glans.
Liturinn sem ég nota er ljósbleikur og er númer 301. Æði. Svo bragðast hann eins og sykurpúðar. NAMMI.
Svo má ekki gleyma mestu snilldina við hann! Á hliðinni er lítill spegill svo að það er ekkert mál að setja hann á sig hvar og hvenær sem er. Ekki nóg með það heldur er einnig ljós á honum!
Mig langar í rauðan, bleikan og brúnan til viðbótar í safnið. Ætli ég endi ekki með því að kaupa þá alla!
Smelltu HÉR til að kaupa og fá verð og fleira.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.