Árið 1978 var Stúdío 54 heitasti klúbburinn í New York, útvíðar buxur, diskó og Diana Ross voru inni, Michael Jackson var með afró og Mick & Bianca Jagger voru heitasta parið. Þetta sama ár sendi tískuhús Yves Saint Laurent frá sér ilminn Opium sem konur (og menn) snarféllu fyrir.
Opium er nafn á eiturlyfi sem var afar vinsælt í kína á 15tándu öld. Fólk varð mjög háð lyfinu það mikið að vegna vinsælda og sölu á ópíum voru háð tvenn eiturlyfjastríð. YSL nefndi ilmvatnið Opium eftir eiturlyfinu til að undirstrika að þú kemur því hlaupandi eftir meiru -en við skulum bara vona að engar styrjaldir fari í gang vegna ilmsins.
Nú er komin nýr Opium ilmur frá YSL sem heitir því fagra nafni BELLE D’OPIUM og er ilmurinn ívið mildari en sá sem var vinsæll 1978 en áfram seiðandi, kynþokkafullur og framandi. Flaskan er að sama skapi með öðru lagi, sérlega fallegar og vel hannaðar umbúðir.
Á þessu myndbandi getur þú heyrt hvað boðsgestir á kynningarkvöldi ilmsins hafa að segja um Belle D’Opium :
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=9wxZI-p4pcU&feature=youtu.be[/youtube]
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.