Lancôme er eitt af uppáhalds snyrtivörumerkjunum mínum og varð mín heldur betur kát þegar ég eignaðist LES OEILLADES augnskugga og augabrúnasettið sem tilheyrir förðunarlínu haustsins 2011 hjá Lancôme.
Það sem mér finnst alveg brilliant við þetta sett er að það er hægt að nota einn litinn sem augabrúnalit og fylgja meira segja þrír burstar og hefur hver og einn sitt eigið hlutverk.
Litirnir henta við hvaða tækifæri sem er. Ef þú vilt vera kvenleg og tælandi með smokey förðun á jólahlaðborðinu þá er auðveldlega hægt að ná fram því lúkki. Ef þú ert aftur á móti að fara í jólaboð til ömmu á jóladag þá er hægt að mála sig á fágaðan og elegant hátt, en haustlína Lancôme er einmitt akkúrat fáguð en samt nútímaleg og ná litirnir að mynda töfrandi förðun.
En ég kannski segir þér frá því að í gær þegar ég var að prófa litina í fyrsta sinn þá sendi ég einni Pjattrófunni þennan póst ég var svo ánægð með settið.
“Jöddúddamía.. Augnskuggarnir eru gordjöss! Augun á mér verða kringlótt eins og á teiknimyndakarakter! Þeir ná einhvernvegin að lyfta augunum upp þannig að þau stækka um helming!”
Þetta segir kannski allt sem segja þarf um settið…
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.