Það er eitt sem að víst er að þegar kemur að herrailmum þá hreinlega klikkar giorgio Armani aldrei.
Armani ilmirnir eru afar karlmannlegir og Armani Code Sport er einmitt á þeirri línu — flaskan er jafnframt svört, svöl og karlmannleg.
Ilmurinn er karlmannlegur, fágaður, heillandi, nútímalegur, tælandi og hentar vel sportlegu týpunni. Armani Code Sport er ómótstæðilega frísklegur og fann ég strax keiminn af myntu, sítrónu og mandarínu (hljómar örlítið eins og ég ætli að gefa þér nýja uppskrift af mojito en ekki alveg). Einnig inniheldur Armani Code engifer og vetiver, sem gerir ilminn “tælandi” og í lokin er bætt við ilminn smá viðarkeim sem gerir herrailm afar karlmannlegan.
Armani Code Sport er ferskur og því fullkomin herrailmur fyrir manninn sem er alltaf á fartinni og vill nota nútímalegan herrailm í vinnunni dagsdaglega – og líka þegar hann fer á hádegisdeitin með dömunni.
Einnig fæst Armani Code sem ég myndi mæla með sem kvöldilm fyrir deitin með dömunni því það er fínt að breyta til nota ilmi fyrir hver tækifæri.
Hér sést leikkonan Megan Fox á sundlaugarkantinum með herramódelinu Christoper Folz auglýsa ilminn…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=v-0UebcP_1k[/youtube]Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.