Hinn ítalski hönnuður Giorgio Armani hefur aldrei klikkað þegar kemur að hönnun á fatnaði, húsgögnum eða herrailmum.
Armani Attitude Extreme er arftaki Armani Attitude og því engin undantekning ilmurinn er ástríðufullur, munuðarfullur og með aðdráttarafl karlmannsins.
Flaskan er algert æði minnir á rifflaða og stælta magavöðva karlfyrirsætunnar, hægt er að kasta upp lokinu til hliðar í einni sveiflu -flott fyrir aðdáendur zippo kveikjarans.
En í raun var hugsunin bakvið hönnun ilmvatnsflöskurnar inspireruð af Art Deco tímabilinu eða árunum 1930. Flaskan er svört lökkuð og rennileg -mjög töff hönnun.
Algengt verð fyrir 30 ml er um 6.500 kr.
Giorgio Armani hefur einnig skipt út hjónakornunum David & Victoriu Beckham út í auglýsingum undirfata fyrir eitt af vörumerkjum sínum Emporio Armani í þeirra stað hefur verið ráðin leikkonan kynþokkafulla Megan Fox.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.