Aqua sensation línan er húðlína frá NIVEA en línan inniheldur m.a næturkrem og rakakrem sem ég hef verið að nota undanfarnar vikur.
Umhirða húðarinnar skiptir miklu máli því jú við fáum ekki aðra húð ef við förum illa með okkar. Sem betur fer er snyrtivörutæknin orðin svo þróuð að það er lítið mál fyrir okkur að vera með fallega húð, ef við bara nennum því!
Aqua sensation línan inniheldur m.a Hydra IQ efni sem í stuttu máli heldur raka í húðinni í allt að sólahring. Kremin eru sérstaklega gerð fyrir þurra húð.
Hvernig nota á kremin:
Aqua sensation nourishing night care nota ég á kvöldin. Þríf alla málningu af og maka svo kreminu á andlitið. Best er að setja ekki of mikið og nudda kreminu þar til það er nánast þornað, þá hefur kremið komist almennilega inní húðina í stað þess að klínast í koddann.
Aqua sensation nourishing moisturizer nota ég svo á morgnana. Set á mig kremið og leyfi húðina að anda með kreminu á í u.þ.b 20-40 mínútur áður en ég set á mig farða.
Ég finn mikinn mun á húðinni (eftir rúma viku) eftir að ég fór að gera þetta samviskusamlega á hverjum degi. Húðin varð mjúk eins og barnsrass og hélst þannig allann daginn. Fallegri áferð (glow) og enginn þurrkur.
Það er mjög fersk og góð lykt af báðum kremunum og þau eru þunn þannig maður þarf mjög lítið af þeim og auk þess endast þau í góðan tíma.
Ég mæli eindregið með þessum kremum frá NIVEA fyrir allar konur með þurra húð og sérstaklega þær yngri — svo eru NIVEA kremin ódýr sem er alltaf stór plús!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.