Ef það eru einhverjar vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér þá eru það vörurnar frá Bláa Lóninu.
Ég hef notað Anti Aging línuna þeirra undanfarið, augnkremið, dagkremið og næturkremið og húðin er bara svaka sátt!
Anti Aging dagkremið er búið til úr kísilvatninu í Bláa lóninu og bl-m5 efnasamsetningu sem styrkir varnir húðarinnar og verndar gegn áreiti frá umhverfinu ásamt því að örva collagen-framleiðslu húðarinnar svo hún haldist ungleg lengur.
Dagkremið er með SPF vörn 15 og veitir húðinni fallegt yfirbragð og geislun.
Kremið smýgur vel og notalega inn í húðina og af því er góð lykt. Mér finnst ég hreinlega finna fyrir virku efnunum vinna vinnuna sína. Húðin mín er hrein, slétt og heilbrigð og mér líður vel að vita að ég er vernduð fyrir geislum sólar sem eru jú helsti ‘öldrunarvaldurinn’ í umhverfinu.
Umbúðirnar eru flottar og hentugar með pumpu og það kemur akkúrat passlegur skammtur við hvert “pump”.
Ég mæli eindregið með þessu kremi sem er hvergi eftirbátur dýrari útlenskra merkja.
Þú getur keypt þetta góða krem í verslun Bláa Lónsins við Laugaveg eða á vefverslun þeirra sem er HÉR.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.