Hér er eitthvað fyrir þær sem kjósa einfaldleika þegar kemur að snyrti- og hreinsivörum og vilja ‘the quick and easy way’…
…Það kannast örugglega flestar við að vera komnar upp í sófa eða rúm og fatta svo að þær eiga eftir að þrífa andlitið fyrir svefninn. Það er klárlega alveg bannað að fara að sofa með óhreina húð eftir daginn, hvort sem þú hefur málað þig eða ekki en það getur verið erfitt að rífa sig á fætur til að þrífa á sér andlitið.
En ég var að kynnast nýrri vöru frá Biotherm (BIOSOURCE TOTAL & INSTANT CLEANSING MICELLAR WATER) sem er algjör snilld fyrir þær sem verða letipúkar á kvöldin!
Þetta er hreinsivatn sem hentar öllum húðgerðum og er ætlað fyrir allt andlitið, líka augun! Jess! Þetta hreinsivatn setur maður einfaldlega í bómul og strýkur yfir andlitið og augun og ‘voila’, húðin er hrein og þú þarft ekkert að skola. Hreinsivatnið er milt og hentar viðkvæmri húð (án parabena) en samt nær það að hreinsa allt fullkomlega af og jafnvel vatnshelda maskara. Þessi vara er eins einföld og hreinsiklútur í notkun nema hún fer miklu betur með húðina.
Þetta er alveg frábært á náttborðið, ferðalagið eða í íþróttatöskuna þegar maður vill vera eins snöggur og hægt er. Hreinsivatnið er fullt af steinefnum og vítamínum fyrir húðina þannig að húðin verður hrein (engin olíu áferð), mjúk og endurnærð eftir notkun.
Líka frábært ef þú þarft að gista hjá kærastanum en nennir ekki að taka þrjá brúsa með þér!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.