Sumir sérfræðingar segja að það sé best að nota kornakrem þrisvar í viku en svo eru aðrir sem segja að við ættum helst að nota það alla daga vikunnar þar sem líkaminn losar sig við dauðar húðfrumur á hverjum degi. Þetta er það nýjasta í fræðunum.
Þá myndi ég ætla að það væri ekki sama hvernig kornakrem þú notar. Best er líklegast að nota þau sem hafa fíngerð korn og þar sem kremið er mjúkt og rakagefandi. Eins er mikilvægt að bleyta húðina vel áður en kornaskrúbburinn er borin á en ekki láta hann beint á þurra húð.
Undanfarið hef ég gert tilraunir með kornaskrúbb frá Clinique sem heitir því upplýsandi nafni: 7 Day Scrub Mask en eins og nafnið gefur til kynna er þetta kornaskrúbbur fyrir andlit sem hægt er að nota á hverjum degi.
Ég hef virkilega góða reynslu af þessu. Nota skrúbbinn á morgnanna í sturtu og niðurstaðan er sú að húðin fær fallegri áferð. Verður meira skínandi.
Á landi sem okkar þar sem loftslagið er stundum svo þurrt að það jaðrar við glæp er nauðsynlegt að sinna húðinni vel. Sjálf er ég með þurra húð og þarf því sérstaklega á svona kornaskrúbbi að halda.
Með notkun kornaskrúbbsins á morgnanna berast rakakremið og serumið betur inn í húðina þar sem dauðu húðfrumurnar skolast í burtu með kornakreminu. Leiðin fyrir nærandi og rakagefandi krem verður því greiðari.
Árangurinn er fallegri og bjartari húð. Ég mæli með þessari vöru. Hún er með þeim vinsælli frá merkinu.
Smelltu HÉR til að fræðast um verð.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.