Góðir förðunarpenslar skipta miklu, hvort sem um er að ræða meikpensla, augnskuggapensla eða hvað sem er….Og þegar ég er að farða konur skiptir það líka miklu að penslarnir mínir séu í góðu ástandi, hreinlega til þess að förðunin verði eins falleg og hún mögulega getur orðið.
Meikpenslar
Það eru til þúsund tegundir af penslum og þeir eru langt frá því að vera allir jafn góðir. Ég fíla persónulega ekki meik-svampa því þeir drekkja í sig meikið og þar af leiðandi fer helmingurinn til spillis. Þú getur fengið ýmsar gerðir af meik-penslum; stóra, flata, hringlaga, litla og allavega. Sjálf á ég frábæran meikpensil frá MAC og gæti ekki verð án hans. Meikpenslar eru aðeins þéttari og grófari en augnskuggapenslar, það kemur svo falleg áferð á meikið þegar pensill er notaður.
Augnskuggapenslar eru líka rosalega mikilvægir og þeir þurfa að vera mjúkir. Þeir eru auðvitað til í öllum stærðum og gerðum en mikilvægast finnst mér að eiga einn lítinn sem ég get notað til að bera augnskuggann á svæðið sem ég vil hafa hann á og svo nota ég alltaf einn stærri til að “smudge” og mixa hann.
Ef ég er að gera “smokey” þá byrja ég á að bera skuggann bara á augnlokið á með litla penslinum og svo nota ég stóra pensilinn til að draga skuggann upp að augnbeini og læt hann “feida” þar út.
Það er langbest að prófa sig áfram með penslana en ég mæli hiklaust með því að þú kaupir þér góðar svona græjur þó þær séu aðeins dýrari.
Eitt sem er mjög mikilvægt varðandi pensla er að það þarf að þrífa þá reglulega til þess að þeir hreinlega þorni ekki upp og skemmist.
Það er hægt að fá “brush cleanser” í MAC og Make Up Store sem virka vel inn á milli. En það er krúsjal að þrífa penslana með sjampó og næringu 1x í mánuði.
Þá nærðu öllu úr og penslarnir verða eins og nýjir á eftir. Svona haldast þeir mjúkir og góðir.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.