[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=j7zKNfkKgkQ&list=UUU65GPmOC6y3lTtZ3QuUnzQ[/youtube]
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra standa fyrir styrktartónleikum miðvikudaginn þann 17. september næstkomandi.

Ástæðan er sú að það getur kostað sitt að greinast með krabbamein og nú er nauðsynlegt að koma upp neyðarsjóði. Kostnaður sem Ríkið tekur ekki þátt í getur farið upp í allt að 1.500.000 krónur fyrir einstakling.
Það reiknar enginn með því að fá krabbamein. Hver er svo sem með einhvern sparnað inn á bankareikningi ef ske kynni að þeir greinist með krabbamein? Ungt fólk er oft að koma sér upp húsnæði, með námslán á herðunum og ung börn og því fer allt á annan endann fjárhagslega þegar óvænt veikindi á borð við krabbamein dúkka upp á.
Um 70 einstaklingar á aldrinum 18 – 40 ára greinast árlega með krabbamein á Íslandi og vill Kraftur að fólkið geti einbeitt sér að því að ná bata og vera ekki með fjárhagsáhyggjur í ofan á lag.
„KK og Ellen, Emiliana Torrini, Amaba Dama, Baggalútur og Abba showið munu öll stíga á svið. Ari Eldjárn verður sérstakur gestur og mun Sólmundur Hólm vera kynnir kvöldsins.“
Ungt fólk með krabbamein er að greiða mörg hundruð þúsund krónur og upp í milljón til eina og hálfa milljón í læknis- og lyfjakostnað úr eigin vasa. Það eru ekki allir með bakland til að aðstoða sig og því er nauðsynlegt að við leggjumst öll á eitt til að koma neyðarsjóðnum á laggirnar.
Kraftur kýs að nefna sjóðinn Neyðarsjóð af því félagið vonar að hægt verði að leggja sjóðinn niður þegar sjórnvöld taka aðra og manneskjulegri afstöðu til gjaldtöku í heilbrigðismálum.
Leggðu góðu málefni lið og komdu á styrktartónleika þann 17. september í Hörpunni kl. 20:00.
Miðana er hægt að nálgast á www.harpa.is og www.midi.is. Það kostar 3.900 krónur á tónleikana og rennur allur ágóðinn í Neyðarsjóðinn.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=M2kQhTtZB6I&list=UUU65GPmOC6y3lTtZ3QuUnzQ&index=3[/youtube]Ekki nóg með að þú sért að taka þátt í stofnun Neyðarsjóðsins heldur muntu eiga frábæra kvöldstund í vændum. Frábærir tónlistarmenn og skemmtikraftar leggja málefninu lið og gefa vinnuna sína:
KK og Ellen, Emiliana Torrini, Amaba Dama, Baggalútur og Abba showið munu öll stíga á svið. Ari Eldjárn verður sérstakur gestur og mun Sólmundur Hólm vera kynnir kvöldsins.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.