Hvernig manngerð er það sem felur sig á bak við ósérplægni og góðmennsku til að níðast á öðrum? Hvernig áttar maður sig á slíkum einstaklingum og hvernig er hægt að fletta ofan af þeim?
Sá sem nýtir sér sakleysi annarra
Ég hef alltaf haft áhuga á líkingamáli, uppruna orða og máltækja og hvernig líkingamál og máltæki eru notuð um allt það sem tengist mannlegu eðli og hegðun. Ég fór í þessu samhengi að velta því fyrir mér hvaðan það kæmi að líkja einhverjum við „úlf í sauðagæru“ og nákvæmlega við hvernig einstaklinga væri átt með þessu líkingarmáli.
Ég gúgglaði og las og komst að því að upprunalegu söguna í kring um úlfinn í sauðagærunni má rekja í dæmisögu eftir hinn gríska Esóp, en síðar var minnst á þá í Biblíunni og við hana tengja flestir máltækið.
Í Biblíunni, sem að stórum hluta er skrifuð í líkingarmáli, er talað um Jesú sem fjárhirði og féð sem hann gætir, er táknmynd fyrir okkur venjulega fólkið sem reiknar almennt séð með að flestum sé treystandi. Úlfurinn í sauðagærunni er ógnin sem að okkur steðjar. Lævís og lúmskur einfari. Rándýr sem hylur sig í feldi meinlausrar skepnu í þeim ljóta tilgangi að laumast inn fyrir girðinguna svo hann geti rifið sakleysingjana í sig.
‘A wolf, dressed in a sheep’s skin, blended himself in with the flock of sheep and every day killed one of the sheep. When the shepherd noticed this was happening, he hanged the wolf on a very tall tree. On other shepherds asking him why he had hanged a sheep, the shepherd answered: The skin is that of a sheep, but the activities were those of a wolf.’ Abstemius’ comment on the story follows the Biblical interpretation: ‘people should be judged not by their outward demeanor but by their works, for many in sheep’s clothing do the work of wolves’
Á sálfræðimáli kallast úlfar í sauðagærum altruistic narcissists. Með því er í stuttu máli átt við einstaklinga sem nærast á því að aðrir dáist að því hversu mikilli manngæsku þeir búa yfir en á bak við traustvekjandi og góðlegt yfirborðið þeir haldnir taumlausri sjálfselsku og græðgi.
Góð dæmi um ofbeldismenn af þessu tagi er t.d. faðir Britney Spears og karakterinn Marla Grayson í myndinni I Care a Lot en þar fór Rosalinda Pike með hlutverk konu sem hafði þann starfa að annast heilsu og fjármál aldraðra.
Karakterinn Adam í Exit þáttunum var af svipaðri sort en þótt hann þættist ekki beint góður út á við þá tókst honum að sannfæra Hermine, konu sína, um að hún gæti ekki án hans verið enda ekki í standi til að hafa vit fyrir sjálfri sér. Hann kúgaði hana og hélt henni niðri án þess að nokkur mannvera kæmist að því. Ekki einu sinni sálfræðingurinn hennar.
Felur sig á bak við umhyggjusemi
Úlfurinn í sauðagærunni birtist í ýmsum myndum. Hann er „góði gæinn“ sem fer létt með að vinna sér inn traust. Hann er ástúðlegi makinn, kennarinn, leiðbeindandinn og umönnunaraðilinn sem nærist á því að aðrir líti á hann sem góðmenni og hann leggur sig allann fram um að fá athygli fyrir ósérhlífni og fórnfýsi. Hann passar sig að sinna upplýsingaskyldu, heldur góðu sambandi við foreldra og aðstandendur. Er alltaf skrefi á undan.
Beitir ekki líkamlegu ofbeldi
Úlfurinn í sauðagærunni leggur sjaldnast hendur á fórnarlömb sín enda kæmist þá fljótt upp um hann. Hann virkar hjálpfús og góður þannig að þegar hann byrjar að læða ofbeldinu inn, smátt og smátt, þá tekur fórnarlambið ekki einu sinni eftir því. Hann er með eindæmum þolinmóður.
Úlfurinn í sauðagærunni er hinn fullkomni blekkingameistari sem nær að blekkja bæði vini og nánustu ættingja fórnarlamba sinna. Hann er nefnilega vinalegi náunginn sem engum stendur ógn af. Sá sem allir treysta af því hann er svo „non threatening“ og lætur sér svo annt um viðkvæma einstaklinga. Gamlar frænkur, einstæðinga, veika foreldra, börn af brotnum heimilum. Þessu fólki vill hann „sinna“ af því hann er bara svo „góður“.
Fólk dáist að góðmennsku hans og ósérhlífni og í því ljósi baðar hann sig en undir þessu öllu vakir aðeins tvennt fyrir honum; að upplifa eigin yfirburði og hagnast með einhverjum hætti. Góðmennska er hans „modus operandi“. Vopnið sem hann notar til að ná sínu fram og næra sitt eigið sjúka egó.
10 atriði sem hjálpa þér að koma auga á úlfa í sauðagærum
Eftirfarandi eru 10 atriði sem vonandi geta hjálpað þér að spotta úlfinn en hafðu hugfast það getur verið mjög erfitt að átta sig á honum þar sem blekkingar og lygar eru hans sérsvið og svo flínkur er hann í því sem hann gerir, að sjálf fórnarlömbin gera sér enga grein fyrir ofbeldinu sem hann beitir fyrr en það er orðið of seint.
1. Úlfar eru einfarar sem láta illa að stjórn
Úlfar eru einfarar sem forðast að hleypa fólki nærri sér og láta illa að stjórn. Þetta þýðir m.a. að þeir eru oft yfirmenn í fyrirtækjum eða hafa starf þar sem þeir þurfa lítið að vinna í samskiptum og samvinnu við aðra og fá að ráða sér sjálfir.
Það má garantera að til þess að koma sér í góða stöðu hafa aðrir þurft að verða fyrir barðinu á úlfinum. Dæmigerður úlfur grefur undan fólki til að fá það sem hann vill. Hann talar til dæmis illa um samstarfsmenn á víxl (alltaf „í fullum trúnaði“) og etur mönnum saman á afar lúmskan hátt. Sjálfur kemur hann svo út sem „góði gæinn“ sem fær að lokum verkefnið eða starfið sem hann sækist eftir. Þá er hann einnig mjög fær í því að sannfæra aðra um að hann sé mikill sérfræðingur í sínu fagi því hann vill jú vera ómissandi og fá aðdáun.
Úlfurinn er „sálfræðingur“ án samkenndar. Hann sér og skilur mannlegt eðli og notar þann skiling til að stjórna fólki og græða á því.
2. Úlfar munu alltaf hafa vilja hafa yfirhönd í samböndum
Þar sem þeir eru sérfræðingar í að fela sitt sanna eðli þá virka úlfar í sauðagærum með ljúfari mönnum. Þetta þýðir að fólk deilir oft með þeim persónulegum upplýsingum án þess að taka eftir því að úlfurinn gefur ekkert á móti og heldur sinni fjarlægð.
Það sem vakir fyrir úlfinum er að safna upplýsingum og koma auga á veikleika annara. Þeir eru í raun að „njósna um þig“ ef það skyldi gagnast þeim síðar í að ná sér niður á þér. Í þessum skilningi gætu þeir hafa kynnt sér bresti og veikleika foreldra barnsins sem þeir hafa yfirhönd yfir og níðast á, og svo nota þeir upplýsingarnar sér til varnar ef grunsemdir skyldu vakna um atferlið. Það sama gildir um aðstandendur maka, ættingja eða skjólstæðings sem þeir eru að notfæra sér.
3. Úlfar eru blóðþyrstir
Við þekkjum það flest að hafa einhverntíma gert eitthvað vanhugsað ef við verðum ósátt við annað fólk. Skellt hurð eða jafnvel brotið disk. Þegar úlfurinn reiðist þá gengur hann miklu lengra. Hann verður háskalegur og grimmur og svífst einskis til að ná sér niður á þeim sem ógna því sem hann er að gera eða reyna að raska áformum hans. Þá mun hann ganga lagt í að grafa undan andstæðingi sínum. Hann gæti jafnvel ógnað lífi hans/hennar og eða fjölskyldu og hótað hefndum.
Úlfar sem hafa verið konfronteraðir og reittir til reiði sjá aldrei að sér, biðjast aldrei afsökunar, eru til alls vísir og svífast einskis.
4. Úlfur í sauðagæru egnir fólki saman en er á sama tíma „besti vinur allra“
Úlfurinn gætir þess að hafa flesta góða í kring um sig enda er það hluti af aðferðum hans, en á bak við góðlátlegt yfirborðið hefur hann hreina unun af því að egna fólki saman. Fólki sem hann lítur á sem heimska sauði af því það sér ekki í gegn um það sem hann er að gera. Hann leikur sér að saklausu fólki.
Hann gætir þess þó yfirleitt að tala ekki beinlínis mjög illa um aðra (enda gæti það komið upp um hann), heldur gerir hann sér upp vorkun og sýnir yfirlæti í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika aðilans sem truflar áform hans, lætur ekki að stjórn og er líklegur, eða líkleg, til að varpa ljósi á hans rotna eðli. Þar kemur upplýsingasöfnunin sér vel fyrir hann.
Með baktali fær hann fórnarlömb sín til að treysta ekki vinum né ættingjum. Hann gerir lítið úr nánustu aðstandendum fórnarlambsins og er duglegur að benda á galla þeirra og bresti. Og til að vera öruggur þá hikar hann ekki við að ljúga og jafnvel falsa gögn. Þú vilt alls ekki hleypa úlfi í tölvuna þína eða í símann þinn.
5. Úlfur í sauðagæru drekkur í laumi
Þolinmæði, umhyggjusemi og þægilegt viðmót eru grímurnar sem úlfurinn notar til að fela sig á bak við en þó hann sé góður í að blekkja, ljúga og fela þá krefst það tilfinningalegrar orku frá þeim, eins og öðrum, að halda í við feluleikinn og sýna ekki sitt rétta andlit. Þetta þýðir að úlfurinn reynir alltaf að sefa sig með einhverju móti.
Til dæmis drekkur hann oft eða eyðir peningum í óþarfa. Til dæmis í spilamennsku, tómstundir, ferðalög eða einhverskonar áhugamál. Stundum misnota þeir róandi lyf og aðra vímugjafa. Það má að minnsta kosti alltaf búast við því að eitthvað leynist innarlega í skrifborðsskúffunni sem hann vill alls ekki að aðrir sjái.
6. Sækja í börn og veikburða fólk
Þar sem úlfurinn starfar einn og hefur mikið að fela myndar hann aðeins náin sambönd við fólk sem hann fer létt með að gera háð sér. Án undantekninga eru þetta veikburða einstaklingar með brotna sjálfsmynd, eða manneskjur sem geta ekki staðið jafnfætis honum með neinum hætti. Til dæmis konur sem hafa áður verið beittar ofbeldi, börn sem leggja traust sitt á hann eða eldri borgarar og öryrkjar sem eiga fáa að. Skjólstæðingar ef svo mætti að orði komast.
Þetta er fólkið sem hann getur ráðskast með að vild, og jafnvel hagnast á, um leið og hann blæs upp sitt stóra egó með sýndarmennsku út á við sem á að sanna að hvað hann sé með eindæmum umhyggjusamur og ástríkur.
Oftast eru fórnarlömbin einstaklingar sem hafa orðið fyrir mikilli höfnun í gegn um lífið og taka því „umhyggjunni“ feginsamlega. En eftir því sem úlfurinn nær sterkari undirtökum í sambandinu byrjar hann hægt og rólega að brjóta fórnarlömbin niður svo þau lúti betur að stjórn. Hann er alltaf með eitthvað uppi í erminni til að gera fórnarlambið algerlega undirgefið sér enda sérfræðingur í stjórnunarofbeldi (coercive control) og því myndi hann ekki víla fyrir sér að ganga svo langt að nota hefndarklám eða eitthvað þaðan af verra. Og það þarf varla að taka það fram að hann er sérfræðingur í að beita gaslýsingu.
8. Úlfar setja reglur og refsa ef ekki er farið eftir þeim
Úlfur í sauðagæru fær mikið út úr þvi að setja ýmsar reglur og hann krefst þess að fórnarlömb hans fylgi þeim eftir, annars hljóti þau verra af. Þetta styrkir hann í því að sýna vald sitt. Hann setur sambýlisfólki sínu og/eða skjólstæðingum ströng skilyrði og ef ekki er farið eftir þeim þá hefur hann unun af því að refsa. Hann lítur svo á að fólk sem á erfitt með að fylgja reglum séu aumingjar sem eigi ekki skilið virðingu og þá fær það að finna fyrir því með útskúfun, kúgun og annarsskonar refsingum.
Reglurnar geta til dæmis snúist um upplýsingaskyldu, að veita honum aðgang að samfélagsmiðlum ofl. umgengni á heimilinu, umsýslu með peninga og margt fleira.
9. Úlfar gefa gjafir í eigingjörnum tilgangi
Þegar úlfur í sauðagæru gefur gjafir þá snýst gjafmildin ekki um að gleðja í óeigingjörnum tilgangi heldur er hann að upphefja sjálfan sig. Og ef þiggjandinn sýnir ekki það þakklæti sem úlfurinn gerir kröfu um að fá til baka, þá bregst hann illa við. Kallar það vanþakklæti og setur viðkomandi á svarta listann. Byrjar að tala illa um hann.
Gjafmildi úlfsins og hjálpsemi miðast í stuttu máli við að næra hans eigið egó og upphefja sjálfan sig og hann er sannarlega duglegur að sýna það út á við hvað hann er góður, ósérhlífinn og umhyggjusamur. Hann passar að það fari ekki framhjá neinum. En raunin er sú að ef hann rétti fram hendina til að bjarga drukknandi manneskju þá myndi hann krefjast þess að viðkomandi gæfi sér úrið sitt um leið og hann væri búinn að draga hana upp á land.
10. Telur sig alltaf vita hvað er öðrum fyrir bestu
Úlfurinn er alltaf sannfærður um að hann, og bara hann, viti hvað sé öðrum fyrir bestu. Ef vinnufélagi, ættingi eða skjólstæðingur leitar ráða hjá honum, en fer svo ekki eftir þeim, þá er viðkomandi yfirleitt ýtt út af sakramentinu.
Úlfurinn er alltaf besservisser, sá sem veit allt best, og hvað helstu fórnarlömb hans varðar þá er hann fljótur að taka til sín allt ákvörðunarvald. Þetta á við um fjármál, heilsu, félagsleg samskipti, ferðalög, tæknimál og flest annað sem tengist daglegu lífi. Fórnarlambið mun því alltaf segja: „Úlfurinn sér um þetta fyrir mig því ég hef ekkert vit á svona. Hann veit hvað er mér fyrir bestu.“
Þú þarft að hafa þekkt hann lengi
Það virðist einkennandi fyrir þessa gerð narsissista að fortið þeirra er alltaf fremur hulin. Þeir hafa kannski verið í fjölskyldu eða á vinnustað í töluvert langan tíma án þess að neinn viti í raun nokkurn skapaðan hlut um hver hann í raun og veru er. Hann gæti hafa verið giftur áður, gæti átt börn, gæti hafa farið í áfengismeðferðir eða lent í dómsmálum en alltaf tekst honum að fela fortíð sína því hann gefur aldrei neitt af sér. Það veit enginn neitt um hann.
Sá eða sú sem hefur þekkt til hans lengi er í raun eina manneskjan sem getur raunverulega flett ofan af athæfi hans því hún hefur fylgst með honum yfir nokkur ár.
Í Biblíunni stendur skrifað „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“ sem þýðir með öðrum orðum að við skyldum ekki dæma fólk út frá yfirborðinu heldur prófa að leggja saman það sem við vitum um fortíð viðkomandi einstaklings og máta svo þær upplýsingar við það sem sjáum fyrir framan okkur. Á hann nána vini? Nei. Á hann systkini sem hann er í góðu sambandi við? Nei. Átti hann góða barnæsku? í 99% tilvika Nei. Og hvað gerir hann í dag og hvernig gerir hann það? Hvaða fólk sækir hann í? Í hvað eyðir hann tíma sínum?
Farið varlega gott fólk. Þó þeir éti krítar og klæði sig í föt af gömlum konum til að virka saklausir og góðir þá eru úlfar í eðli sínu rándýr – og því skynsamlegast að vera á varðbergi og halda sig sem lengst frá þeim.
Þessi grein er þýdd og endursögð upp úr greininni „The Wolf In Sheep’s Clothing: How to spot a Covert Narcissist and the one thing that always gives them away“ sem birt var á vefmiðlinum Thought Catalog , ásamt „The Communal Narcissist: Another wolf wearing a sheep outfit“ úr Psychology Today og „The Nice-Guy Narcissist: A wolf in sheep’s clothing or a noxious gas bag, your call“ af Medium.com.
Fleiri greinar í sama efnisflokki:
13 atriði sem benda til þess að þú sért beitt stjórnunarofbeldi
Átt þú vinkonur, eða ert þú beitt sama ofbeldi og Adam beitti Hermine?
Britney Spears og kúgun feðraveldisins
Andlegt ofbeldi, lærðu að þekkja einkennin
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.