Eins og flestir vita þá keypti Facebook Instagram um daginn og halda iPhone eigendur niður í sér andanum hvort forritinu muni verða breytt þannig að það verði ónothæft. Eða mun Facebook taka það upp á annað level sem gerir það að verkum að Instagram njóti enn meiri vinsælda en það gerir nú þegar?
Komið er á markaðinn nýtt forrit sem heitir Tadaa sem lofar góðu, með 4 1/2 stjörnu af 5 möguleikum á App store markaðnum.
Hugbúnaðarsérfræðingum Tadaa hefur tekist að ná góðum gæðum úr myndavélinni í símanum og má segja að það besta sé tekið úr Instagram plús aðeins meira. Ég er nokkuð ánægð með myndirnar sem hafa verið að koma út úr forritinu og er ýmislegt sem er athyglisvert og gaman að skoða. Þeir eru til dæmis með áskoranir en núna í vikunni eru allir búnir að vera taka myndir af skuggum. Það er sérstaklega gaman að leika sér með “blur” hluta forritsins en oft hefur manni fundist það vera frekar einhæft hjá Instagram.
Ég er enn að læra á forritið og jafnt og þétt bætist það með fleiri uppfærslum sem koma en um daginn áttu miðlararnir erfitt með hraðann í forritinu en er sá hluti kominn í lag núna.
Kíktu á þetta forrit ef þú ert myndasjúk í iPhone-inum þínum og prófaðu. Þú getur alltaf tekið myndirnar og hent yfir í Instagram ef þú ert kominn með vinahóp þar en ég held ég geti fullyrt að þú verður ánægð með gæði myndanna í Tadaa samanborið við Instagram.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.