Um jólin kom Kindle Fire upp úr einum pakkanum og myndaðist ótrúleg spenna og tilhlökkun að fikta í tækinu sem fyrst.
Nú erum við búin að vera nota tækið í tvær vikur og erum við nokkuð sátt. Á heimilinu var til fyrir hinn hefðbundi Kindle en Amazon er nýbúinn að uppfæra hann og kallast nýja týpan Kindle Touch. Hingað til hefur verið mikil ánægja með hefðbundna Kindle-inn en aðalókosturinn við hann er að hann er ekki með litaskjá og þar sem mikill áhugi er á heimilinu fyrir teiknimyndaseríum (e. Comics )þá fannst okkur sniðugt að fjárfesta í Kindle Fire og fá útrás fyrir teiknimyndunum.
Kindle Fire er 7″ á stærð og kostar 199$ á Amazon.com eða ca. 50.000 kr. á íslenskum sölusíðum. Fire-inn er með snertiskjá og er hægt að horfa á kvikmyndir, vafra á netinu, skoða tímarit, teiknimyndasögur, bækur, spila leiki, hlusta á tónlist og fleira en þó með ákveðnum takmörkunum. Geymsluplássið í tækinu er 8GB (Notandinn fær 6GB) en það dugar fyrir um 6.000 bækur og endist rafhlaðan í 8 klt.
Tækið styður eftirfarandi formött Kindle (AZW), TXT, PDF, unprotected MOBI, PRC natively, Audible (Audible Enhanced (AA, AAX)), DOC, DOCX, JPEG, GIF, PNG, BMP, non-DRM AAC, MP3, MIDI, OGG, WAV, MP4, VP8, og bíður það upp á ýmsa möguleika.
Það sem við erum búin að reka okkur á sem við teljum vera ókost fyrir tækið er að ekki er hægt að nota gjafakort frá Amazon nema vera með skráð kreditkort á Amazon reikningum sínum og þar sem þeir eru með 1-Click möguleika, gæti vandast málið að gefa börnum þessa græju, þar sem það er mjög auðvelt að versla sér vöru án þess að átta sig á því að maður er að borga fyrir hana. Einnig er ekki hægt að kaupa forrit eða leiki nema vera með kreditkort sem er gefið út í Bandaríkjunum sem er svolítið leiðinlegt.
Hér er hægt að lesa allt um Kindle-Fire ef þú vilt kynna þér hann nánar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VVsfLnMqOC4[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.