Það er ekkert sem tæknin nær ekki tökum á en á ráðstefnu sem var haldin nú á dögunum kynnti Ravensbuger nýja tegund af gagnvirkum púsluspilum.
Þegar þú ert búin að púsla, tekur þú t.d. iPaddinn þinn og tekur mynd af púslinu og eftir smá stund birtir Ravensburger appið upplýsingar um hvar púslmyndin er tekin. Ef þú varst t.d. að pússla mynd af París færðu 360 gráðu mynd þar sem þú getur smellt á athyglisverða staði og fengið upplýsingar um þá.
Hvaða púslari kannast ekki við að púsla fallegt þýskt sveitaþorp og vera örlítið forvitin um hvar myndin er tekin og hvaða sögu myndin hefur að geyma…. (*ehrm*, var þetta kannski of nördaleg pæling *flaut*).
Þetta gæti a.m.k klárlega verið skemmtileg leið fyrir bæði börn og fullorðna að útvíkka þekkingu sína hvað varðar heiminn.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.