Eplaaðdáendur fylgdust spenntir með þegar Apple tilkynnti nýjan iPad, nýtt Apple TV og ný forrit fyrir iPad og iPhone í gær og á tímabili stóð eplaheimurinn á öndinni af eftirvæntingu – sérstaklega þegar iPadinn nýji var dreginn upp og farið var að sýna nýja fídusa í forritum eins og GarageBand, iMovie og ég tala nú ekki um iPhoto.
Apple kom einnig með uppfærslu á iOS stýrikerfinu og er hægt að ná sér í hana á einfaldan hátt en hún inniheldur meðal annars þann fídus að nú er hægt að fara beint í myndavélina frá læsta skjánum, rafhlaðan á að endast lengur, hægt er að eyða myndum úr PhotoStream og myndavélin er með betri andlitsskynjara (e. face detection).
Til að uppfæra símann gerir þú þetta:
- Hefur símann tengdan við rafmagn
- Ferð í Settings
- Ferð í General
- Ferð í Software Update
- Smellir á Update valmöguleikann
30 mín seinna ertu komin með nýja stýrikerfið.
ATH! Þeir sem eru með “jailbreikaða” síma verða samt að fara varlega í uppfærsluna svo að síminn læsist ekki aftur.
Ég er farin að fikta í iPhoto en kjaftasagan segir að forritið er eins og að Instagram og Photoshop hafi eignast afkvæmi saman.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=RQieoqCLWDo[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.