Þar sem ég er mikið jólabarn er ég farin að undirbúa jólin. Búin að kaupa flest allar jólagjafirnar, farin að huga að því að skreyta íbúðina, finna jólalögin mín og fleira.
Eitt af því fyrsta sem ég geri til að koma mér í jólastuð er að skipta um bakgrunn í tölvunni minni og fór ég á stúana í vikunni og fann mér einn fínan til að setja á vinnutölvuna.
Það er mjög auðvelt að finna fallegar jólamyndir á tölvuskjáin, en það eina sem þú þarft að gera er að Googla – Christmas Desktop og færðu þá endalaust mikið af myndum.
Hér er ein síðan sem ég fann, en hún er með mjög fallegar og jólalegar myndir.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.