Foursquare er að ryðja sér hratt til rúms á Íslandi og nú þegar er orðið til skemmtilegt samfélag á Foursquare í Reykjavík. Foursquare er einn af nýrri samfélagsmiðlunum en hann er öðruvísi en Facebook eða Twitter að því leyti að á Foursquare segirðu HVAR þú ert, en ekki (endilega) hvað þú ert að gera.
Foursquare skynjar hvar þú ert í heiminum með GPS og birtir lista af stöðum í námunda við þig. Þú finnur staðinn sem þú ert á og tjekkar þig inn. Þegar þú tjékkar þig inn þá geturðu sett inn upplýsingar um hvað þú ert að gera, tekið mynd á símann og látið fylgja með eða skrifað ráðleggingar til fólk sem kemur þangað á eftir þér.
Foursquare segir þér síðan hverjir aðrir séu á þessum stað, hvað vinir þínir hafa sagt um staðinn og birtir myndir frá öðrum notendum. Á Foursquare safnar þú nefnilega líka vinum og getur séð hvar þeir eru og hvað þeir eru að gera.
Foursquare tengist einnig við Facebook og Twitter þannig að þegar þú tjékkar þig inn á einhvern stað þá geturðu deilt því á Facebook eða Twitter í rauntíma, og meira að segja leyft mynd að fljóta með.
Fyrstu skrefin:
Það eina sem þú þarft er Foursquare aðgangur, nýlegur sími og löngun til að skoða Reykjavík á nýjan máta. Þú byrjar á því að skrá þig á heimasíðu Foursquare (ókeypis), færð þér svo app í símann (ókeypis) og þú ert tilbúin.
Venue: Langflestir staðir í Reykjavík hafa verið til í Foursquare appinu frá upphafi…. Ef einhvern stað vantar þá getur þú líka búið hann til.
Leikurinn: Foursquare er byggt upp á leikjafræði og á Foursquare geturðu safnað stigum og séð hversu mörg stig þú hefur samanborið við vini þína. Þú getur einnig orðið Mayor á stöðum ef þú ert sá notandi sem hefur oftast tjékkað þig inn undanfarna 2 mánuði. Ég er nú ekki alltof mikið að velta mér upp úr stigafjölda og lít ekki á þetta sem keppni. Það sem mér finnst skemmtilegast er að sjá hvað fólk hefur sagt, hverju það mælir með og skoða myndirnar.
Uppgötvaðu nýja hluti: “Crowdsourcaðu” nýja og skemmtilega staði gegnum vini þína; Sjáðu hvernig staðurinn lítur út áður en þú kemur; Veldu alltaf besta réttinn á matseðlinum; Kynnstu nýju fólki!
Þið þjófhræddu einstaklingar: Ef ég væri innbrotsþjófur sem ætlaði að brjótast inn til þín þá myndi ég bara bíða fyrir framan húsið þitt þangað til þú færir út. Ég myndi ekki þurfa að fá Foursquare til að hjálpa mér. Það gæti líka verið einhver annar heima. Auðvitað á samt að sýna skynsemi í þessu eins og öllu öðru og muna að deila ekki viðkvæmu efni.
[youtube width=”640″ height=”390″]http://www.youtube.com/watch?v=DFXzyJ8mUh4[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.