Fyrir okkur sem söknum þess að sitja í símastól og fitla við símasnúruna á meðan talað er í þungt símtól við vini og vandamenn:
iRetrophone er sérhannaður sem geymslustaður fyrir iPhone og í honum er USB hleðsla til að hlaða. Græjan hentar öllum iPhone ( 3G, 3GS og Iphone 4) og er sannarlega stórsniðug uppfinning því þegar heim er komið þá leggjum við öll símann frá okkur. Með iRetrophone er komin smart “geymslu”staður fyrir gemsann.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=sVLb7dJ8_VY[/youtube]
iRetrophone er hannaður af Scott Freeland og hefur selst vel erlendis. Hægt er að velja milli átta mismunandi útgáfa en iRetrophone er ekki sérlega ódýr..kostar frá 22.000.- krónum.
iRetrophone fyrir iPhoninn þinn fæst á þessari vefsíðu HÉR.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.