Ótal margir hafa velt því fyrir sér að láta breyta einhverju við útlitið hvort sem stokkið er á eftir því eða ekki.
Oftast fer ákaflega langur tími í að velta málinu fram og aftur og hluti af því ferli felst í að skoða “fyrir og eftir” myndir af sambærilegum aðgerðum og viðkomandi langar að fara í.
Nú er komið sérstakt “app” í iPaddinn (og iPhone) sem gerir þér kleift að fletta í gegnum hundruði mynda af fólki sem hefur farið í einhverskonar útlitsbreytandi aðgerð.
Appið heitir RealSelf og þar getur þú valið hvernig fyrir og eftir myndir þú vilt skoða, ásamt því að kjósa hvort aðgerðin hafi verið þess virði. Myndirnar eru allar mjög raunverulegar og greinilegt að þarna er ekkert ‘fótósjopp’ á ferð.
Að auki getur þú valið þér eftirlætis myndir af aðgerðum sem þú telur ýmist vel eða illa heppnaðar.
Aðgerðalistinn er endalaus en meðal annars má nefna brjóstastækkun, brjóstaminnkun, botox, svuntuaðgerðir, nefaðgerðir, augnpokaaðgerðir, andlitslyftingu, hrukkufyllingar, varastækkun og svo mætti lengi telja.
Real Self appið kostar ekkert og þú getur sótt það HÉR.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.