Ég var að vafra um á Android markaðnum þegar ég rakst á forrit sem ég er algjörlega búin að falla fyrir. Þetta forrit er mjög snjallt fyrir fólk sem er fréttasjúkt og vill ekki missa af neinu sem gerist á netinu. Í forritinu er hægt að gerast áskrifandi að vefsíðum, Facebook og Twitter en það sem gerir þetta forrit svona töff er hvernig upplýsingar eru birtar notendum.
Það er hægt að flokka færslurnar, það er auðvelt að skrolla á milli frétta og það er meira segja hægt að fara í vefhluta forritsins og hafa bókamerkin sín “online” í staðinn fyrir að geyma þau í vöfrunum á tölvunum.
Forritið heitir Pulse News og er Editor’s choice á Android markaðnum með 4 1/2 stjörnu af 5 og fær það mjög góða dóma. Ég mæli með að prófa þetta forrit, en mér finnst það bera af í fréttaveituforritaflokknum.
Hér er svo hægt að fara í vefútgáfuna ef maður vill nota bókamerkjahluta kerfisins, en að sjálfsögðu er hægt að sækja forritið fyrir iPhone og iPad líka.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.